Hvenær er gott að byrja að gefa börnum fjölvítamín?
Dóttir mín er 14 mánaða og ég hef verið að gefa henni D vítamín og lýsi hingað til.Takk fyrir fyrirspurnina,
Ef fæði er fjölbreytt er yfirleitt ráðlagt að taka inn d-vítamín eða lýsi. Lýsi inniheldur d-vítamín og omega 3 fitusýrur. Ekki er þörf að taka inn bæði lýsi og d-vítamín.
Fjölbreytt fæði inniheldur ávexti, grænmeti, korn, kjöt og fisk. Á þessum aldri þarf einnig að passa að borða járnríkan mat.
Sjá betur nýjan bækling frá Embætti Landlæknis um ráðleggingar um mataræði frá 2ja ára hér.
Ef hefur áhyggjur að barnið þitt sé ekki að fá nægileg vítamín ráðlegg ég þér að hafa samband við ungbarnavernd í heilsugæslunni þinni.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Er fólat og fólínsýra það sama á meðgöngu ? Ég sé að Venja vítamín er með methylfolate og talar um betri upptöku en almennt mælt með fólínsýru…
Fólat er B-vítamín sem líkaminn þarfnast til að framleiða heilbrigðar rauðar blóðfrumur, enn fremur er það mikilvægt fyrir fósturþroska og því er almennt mælt með að konur á barnseignaraldri og á meðgöngu taki inn fólat daglega í töfluformi. Ráðlagður dagskammtur er 400 míkrógrömm (mcg/µg).
Eðlilegt magn fólats í líkamanum á meðgöngu minnkar líkur á skaða í miðtaugakerfi fósturs. Mælt er með að taka það inn a.m.k. fram að 12 vikum meðgöngu. Sumum er ráðlagt að taka inn hærri skammt vegna áhættuþátta.
Fólat er að finna í grænmeti (t.d. spíntati og brokkolí), hnetum, baunum, sumum ávaxtategundum og í vítamínbættu morgunkorni. Sjá betur hér lista á heilsuveru undir Fólat.
Fólínsýra er myndað form fólats sem búið er til, líkaminn þarf að umbreyta því í virkt form fólats. Í ráðleggingum er ekki sagt til um að eitt formið sé betra en annað. Mikilvægt er þó líka að huga að fólatríku mataræði samhliða.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir
Má drekka Collab orkudrykk með barn á brjósti?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Framleiðendur Collab orkudrykkja merkja dósirnar með hann sé ekki æskilegur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti vegna mikils koffínmagns.
Í erlendum ráðleggingum er ekki ráðlagt að fara yfir 200-300mg koffíns á dag samhliða brjóstagjöf. Þá er ólíklegt að barn fái of mikið koffín í gegnum brjóstamjólk, skv. rannsóknum fær barn um 1,5% af því sem móðirin fékk sér. Magnið er hæst í brjóstamjólk um 1 klst eftir inntöku. Of mikið koffín getur haft áhrif á barn, t.d. vöku, pirring og fleira. Einnig innihalda orkudrykkir oft mikið B-vítamín sem er þá ekki ráðlagt að neyta samhliða öðrum fjölvítamínum.
Ef collab er neytt samhliða brjóstagjöf ætti að passa að gera það í hófi.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.
