Hvenær er gott að byrja að gefa börnum fjölvítamín?
Dóttir mín er 14 mánaða og ég hef verið að gefa henni D vítamín og lýsi hingað til.Takk fyrir fyrirspurnina,
Ef fæði er fjölbreytt er yfirleitt ráðlagt að taka inn d-vítamín eða lýsi. Lýsi inniheldur d-vítamín og omega 3 fitusýrur. Ekki er þörf að taka inn bæði lýsi og d-vítamín.
Fjölbreytt fæði inniheldur ávexti, grænmeti, korn, kjöt og fisk. Á þessum aldri þarf einnig að passa að borða járnríkan mat.
Sjá betur nýjan bækling frá Embætti Landlæknis um ráðleggingar um mataræði frá 2ja ára hér.
Ef hefur áhyggjur að barnið þitt sé ekki að fá nægileg vítamín ráðlegg ég þér að hafa samband við ungbarnavernd í heilsugæslunni þinni.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Hæhæ, ég þarf að fara í fóstureyðingu, og ég vildi spurja hvort maður þarf vottorð eða eitthvað fyrir það frá ykkur :)
Það er ekki þörf á vottorði fyrir þungunarrof. Á síðu Landspítalans eru leiðbeiningar þegar það er verið að íhuga að enda þungun. Sjá má hér undir flipanum þungunarrof. Gangi þér vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
ég er komin 15 vikur og er flesta daga vikunnar með svakalegan höfuðverk hjá gagnauga. Ég er ekki vön að fá höfuðverk, ekki fyrr en núna. Þetta er þriðja meðgangan mín og í fyrsta skipti sem ég fæ svona svakalega höfuðverki. Ég drekk mikið vatn á daginn eða 2 L+, ég hef prufað að taka paratabs en finnst það ekki slá neitt á verkinn. Blóðþrýstingurinn er góður, efri mörk eru kannski fremur lág eða í kringum 105, ég fór í blóðprufu um daginn þar sem niðurstöður voru allar innan marka. Eru þið með einhver ráð fyrir mig svo ég geti minnkað verkina? ég fer í vinnuna og kem heim og ligg bara í bælinu það sem eftir er dags af verkjum
Takk fyrir fyrirspurnina,
Höfuðverkur snemma á meðgöngu gengur verið vegna hormónabreytinga eða vegna aukins blóðmagns í líkamanum. Líkt og þú ert nú þegar að gera er ráðlagt að drekka vel af vatni og reyna að hvílast. Forðast það sem gerir höfuðverkinn verri, ef það er mikil birta t.d. Ef höfuðverkurinn er mikill og hverfur ekki við paratabs og hvíld ráðlegg ég þér að leita til ljósmóður aftur í meðgönguvernd.
Gangi þér vel. Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.
