Ég tók óléttupróf og það kom bullandi jákvætt og ég veit ekki hvað á að gera næst, á ég að hringja uppá heilsugæslu og biðja um tíma eða þarf ég að bíða eitthvað en svo hvernig tíma á ég að biðja um.
Góðan dag og til hamingju með þungunina,
Þér stendur til boða að fá tíma í meðgönguvernd hjá ljósmóður á heilsugæslu í kringum 10 vikur. Þar færð þú góðar upplýsingar um meðgönguna og það eftirlit sem stendur til boða. Gott er að hringja á heilsugæsluna og óska eftir símtali frá ljósmóður til að fá upplýsingar um næstu skref.
Bkv. Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Má drekka Collab sem er ekki með koffín? Er eitthvað í innihaldsefnum sem ekki er mælt með á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Neysla koffínlausa Collab er ekki talin skaðleg á meðgöngu, svo lengi sem hans er neytt í hófi. Þó er ekki hvatt til drykkju hans á meðgöngu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir
Hæ ég var að velta því fyrir mér hvort maður megi fá sér trufflusósu á meðgöngu?
Góðan dag,
Trufflusósa er í góðu lagi á meðgöngu. Auðvitað ef egg eru í sósunni skal huga að því að eggin séu gerilsneydd ef sósan er köld. Almennt eru kaldar sósur gerilsneyddar sem seldar eru í búðum hérlendis.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.











