Ef barnið er búið að skorða sig við 36v þýðir það að það séu meiri líkur á að það komi fyrir settan dag eða ekki?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Nei það að barnið sé búið að skorða sig við 36 vikur þýðir ekki að það séu meiri líkur á að það fæðist fyrr.
Því míður er lítið hægt að segja til um hvenær barn fæðist. Við 36 vikna skoðun meðgöngu skoðar ljósmóðir hvort barn sé í höfuðstöðu með því að þreifa fyrir kollinum utanvert kúlunnar. Ef barn er í höfuðstöðu við þann tíma og skorðað er barnið í góða stöðu fyrir fæðingu. Sum börn eru í höfuðstöðu en skorða sig ekki fyrr en í fæðingunni sjálfri.
Gangi þér vel, kær kveðja Elfa Lind ljósmóðir.
Má borða reyktan mat á meðgöngu eins og reykta önd eða reyktan lax?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Á meðgöngu er ráðlagt að borða fulleldað kjöt og fisk til að eiga sem minnstar líkur á skaðlegar bakteríur og sníkjudýr leynist í matnum. Reyktur lax og reykt önd teljast ekki sem eldað kjöt. Mælst er til að elda kjöt og fisk með því að ná 72gr í miðju. Gangi þér vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir
Góðan dag!
Ætlaði að spyrja hvort það mætti að neyta protein dufts á meðgöngu?
Ég er þá að tala um vönduð whey eða baunaprótin sem er tiltölulega hrein og með fá innihaldsefni.
Ef svo er væri þá protein duft með Steviu í lagi?Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ákjósanlegast er að fá prótein úr fæðu. Ef það gengur illa að uppfylla próteinþörf úr fæðu ráðlegg ég þér að ræða það við ljósmóður í mæðravernd uppá frekari ráðleggingar.
Varðandi prótein duft á meðgöngu er það í lagi en þó ráðlagt að vanda valið og forðast óþarfa aukaefni eins og hægt er.
Bestu kveðjur Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.
