Hæhæ, má ég taka góðgerla á meðgöngu?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Það er í góðu lagi að taka inn góðgerla á meðgöngu. Gangi þér vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Má drekka Hleðslu á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrirspurnina,
Það er í góðu lagi að drekka Hleðslu á meðgöngu samhliða fjölbreyttu mataræði.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Góðan dag
Er í lagi að taka 100mg af co10 (support pakki Venju) og hjartamagnýl á sama tima eftir staðfesta þungun? Ein smá hrædd að missa aftur
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Það er í lagi að taka saman hjartamagnýl og Coenzyme Q10. Hjartamagnýlið ætti alltaf að taka í samráði við ljósmóður/lækni á meðgöngunni. Gott er að upplýsa ljósmóður í meðgönguvernd einnig hvaða vítamín eru tekin á meðgöngu og endilega ræddu við hana nánar hafir þú einhverjar áhyggjur eða fyrirspurnir. Gangi þér vel í framhaldinu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.