Fæðingastofa opnar

16. febrúar 2016

Heimafæðingaljósmæðurnar í Björkinni þær Arney Þórarinsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir stefna að opnun fæðingarstofu í Síðumúla nú á vormánuðum. Stofan er hugsuð fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu sem vilja fæða utan spítala en hafa ef til vill ekki aðstoðu heima hjá sér eða konur utan af landi sem ekki geta fætt í sinni heimabyggð en vilja heimilslegra umhverfi en sjúkrahús bjóða uppá.