Um vefinn
ljosmodir.is er upplýsingavefur fyrir verðandi foreldra, nýbakaða foreldra, ömmur, afa, frænkur, frændur, ljósmæður og alla þá sem áhuga hafa á því sem viðkemur meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.
Vefurinn er í eigu Ljósmæðrafélags Íslands.
Á vefnum eru margvíslegar upplýsingar sem geta komið að góðum notum þegar von er á barni eða nýr einstaklingur er nýkominn í heiminn. Á vefnum eru áreiðanlegar upplýsingar um þætti er varða meðgöngu, fæðingu og sængurlegu, m.a. efni sem unnið er úr fræðilegum lokaverkefnum útskriftarnema í ljósmóðurfræði en stærsta uppspretta upplýsinga leynist á síðunni Spurt og svarað þar sem hægt er að finna svör við mörg þúsund fyrirspurnum.
Vefurinn var upphaflega unnin af útskriftarnemum í ljósmóðurfræði 2003 en var afhentur Ljósmæðrafélagi Íslands við hátíðlega athöfn þann 24. maí 2003.
Nokkur orð frá útskriftarnemum í ljósmóðurfræði 2003
„Við töldum vera mikla þörf fyrir íslenskt fræðsluefni um barneignarferlið og ekki síst efni sem nálgast mætti á veraldarvefnum því það er sá „staður" sem ungir sem aldnir nota nú í auknum mæli til að leita sér upplýsinga. Við teljum að vefsíðan geti gagnast mörgum en markhópurinn okkar eru verðandi foreldrar, nýbakaðir foreldrar, ömmur, afar og síðast en ekki síst fagmenn sem vinna á þessu sviði"
Vonum að þið hafið gagn og gaman af vefnum.
Anna Sigríður Vernharðsdóttir
Halla Björg Lárusdóttir
Halla Huld Harðardóttir
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
Inga Vala Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir
Málfríður Stefanía Þórðardóttir
Rannveig Bryndís Ragnarsdóttir