Spurt og svarað
Hér má finna fyrirspurnir sem hafa borist og ljósmóðir hefur svarað. Hægt er að leita í fyrirspurnum eða sía eftir flokkum hér fyrir neðan.
Hæhæ, má ég taka góðgerla á meðgöngu?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Það er í góðu lagi að taka inn góðgerla á meðgöngu. Gangi þér vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Má drekka Hleðslu á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrirspurnina,
Það er í góðu lagi að drekka Hleðslu á meðgöngu samhliða fjölbreyttu mataræði.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Góðan dag
Er í lagi að taka 100mg af co10 (support pakki Venju) og hjartamagnýl á sama tima eftir staðfesta þungun? Ein smá hrædd að missa aftur
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Það er í lagi að taka saman hjartamagnýl og Coenzyme Q10. Hjartamagnýlið ætti alltaf að taka í samráði við ljósmóður/lækni á meðgöngunni. Gott er að upplýsa ljósmóður í meðgönguvernd einnig hvaða vítamín eru tekin á meðgöngu og endilega ræddu við hana nánar hafir þú einhverjar áhyggjur eða fyrirspurnir. Gangi þér vel í framhaldinu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Góðan dag,
Er í lagi að taka 100mg af co10 (support pakki Venju) og hjartamagnýl á sama tima eftir staðfesta þungun? Ein smá hrædd að missa aftur.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Það er í lagi að taka saman hjartamagnýl og Coenzyme Q10. Hjartamagnýlið ætti alltaf að taka í samráði við ljósmóður/lækni á meðgöngunni. Gott er að upplýsa ljósmóður í meðgönguvernd einnig hvaða vítamín eru tekin á meðgöngu og endilega ræddu við hana nánar hafir þú einhverjar áhyggjur eða fyrirspurnir. Gangi þér vel í framhaldinu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Er öruggt að borða franska súkkulaðiköku á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Frönsk súkkulaðikaka er bökuð við hátt hitastig sem gerir það að verkum að almennt eru eggin í henni elduð þrátt fyrir að hún sé oft blaut í miðjunni og því öruggt að neyta á meðgöngu. Sé kakan þannig bökuð að miðja kökunnar er í fljótandi formi (líkt og Litla syndin ljúfa) gætu eggin verið hrá og því væri öruggara að nota gerilsneydd egg við þann bakstur.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Er óhætt að taka Nutrilenk töflur og bera á sig Nutrilenk kæligel á meðgöngu? Er með gamla tognun í hné sem hefur strítt mér á meðgöngunni og vantar eitthvað til að hjálpa mér til viðbótar við hið klassíska; upphækkun, hvíld og kælingu.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Bæði Nutrilenk töflurnar og kremið ætti að vera öruggt á meðgöngu samkvæmt því sem vitað er um innihaldsefnin í dag. Takmarkað er þó til af rannsóknum sem taka sérstaklega fyrir áhrif hýalúronsýru á fóstur, sem er helsta innihaldalsefni þessarar vöru.
Þá vil ég benda þér einnig á meðferð sjúkraþjálfara sem gætu aðstoðað þig og bætt líðan þína á meðgöngu. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Daginn! Mig langaði að forvitnast aðeins. Ég tók lengi í vörina, nikótín púða, en eftir að ég komst að því að ég var ófrísk fór ég að nota nikótín lausa púða - sem innihalda propylene glycol, cellulose og peppermint ext. Eru slíkir púðar öruggir á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrispurnina,
Það er ekki mælt með inntöku nikotílausra púða á meðgöngu þar sem ýmis skaðlega efni geta falist í púðunum, líkt og gervisæta, rotvarnarefni og fleira. Til dæmis er propylene glycol ekki ráðlagt á meðgöngu sé það í púðum eða vape-i. Að sjálfsögðu eru þessir púðar ákjósanlegri en púðar með nikótíni.
Ég hvet þig til að ræða þetta við ljósmóður í meðgönguvernd sem getur stutt þig í þessu verkefni hafir þú áhuga. Gangi þér sem allra best.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Góðan dag. Er með einn tveggja mánaða strák á brjósti og brjóstagjöfin hefur gengið mjög vel frá fæðingu. Hann tekur ekki snuð eins og er (erum búin að prófa allt) en brjóstið hefur alltaf virkað til að róa hann eða svæfa. Undanfarnar tvær vikur höfum við verið að lenda í því að hann hefur ekki viljað sjá brjóstið nema þegar að hann er svangur (sem ég átta mig á sé lógískt) en þá enda margir vökugluggar á því að hann er orðinn þreyttur og pirraður, vill ekki brjóstið til að róa sig því hann er ennþá saddur eftir síðustu gjöf og þá þurfum við að skiptast á að labba með hann um gólf þangað til hann sofnar á öxlinni okkar. Hann verður pirraður og jafnvel grætur sárt ef honum er boðið brjóstið á meðan á þessu stendur en inn á milli hefur það gerst að hann fatti að byrja að sjúga og róast samstundis og er yfirleitt sofnaður eftir nokkrar mínútur. Ég hélt ég myndi aldrei segja það en ég vildi óska að hann notaði geirvörtuna bara sem snuð eins og hann gerði áður. Hann er svo alltaf til í brjóst á næturnar og þegar hann vaknar eftir blund á daginn. Hann er að öðru leyti mjög glatt og brosmilt barn og það virðist ekkert hrjá hann líkamlega. Er þetta bara eitthvað þroskatengt tímabil sem hann er að ganga í gegnum? Eru einhverjar aðferðir sem við getum beitt til að forðast þetta? Það tekur mjög svo á að geta ekki hjálpað honum að róa sig öðruvísi en að ganga með hann grátandi um gólf. Við höfum prófað tvisvar að gefa honum pela með smá brjóstamjólk þegar þetta hefur gerst og hann samþykkti það og var svo til í brjóst í kjölfarið.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ég er sammála þér með að það hljómar ekki eins og líkamlegir kvillar séu að hrjá drenginn þinn. Þó gæti verið gott að útiloka líkamlega kvilla hjá barnalækni ef þetta tímabil gengur ekki yfir og þið upplifið áfram vanlíðan hjá barninu.
Til að komast að rót vandans væri gagnlegt að vita hvernig barnið sefur yfir daginn og um nótt til að útiloka að barnið sé of þreytt eða ekki nógu þreytt þegar svæfing á sér stað. Einnig væri gott að vita hve oft barnið er drekka á sólarhring og hvort það þyngist vel þar sem þú nefnir að áhugi á brjóstinu fari minnkandi.
Góðar líkur eru á að hér séu breytingar að eiga sér stað vegna þroska barnsins. Erfið tímabil í brjóstagjöf/fæðugjöf geta meðal annars verið afleiðing þroskabreytinga hjá barninu. Þegar barnið hefur notað brjóstið sem huggun, leið til að ná ró og jafnvel til að sofna getur þetta tímabil reynst ansi erfitt. Mögulega gæti hjálpað að kynna tuskudýr/kúrudýr fyrir barninu sem getur hjálpað við að veita ró í þessum aðstæðum.
Ef þetta tímabil gengur ekki fljótt yfir eða ef þú gætir hugsað þér frekari stuðning og ráðleggingar væri best fyrir þig að hafa samband við ungbarnaverndina á heilsugæslunni þinni þar sem hægt er að ræða málin betur. Gangi ykkur sem allra best.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Senda inn fyrirspurn
Sendu okkur fyrirspurn og við svörum fljótlega*
*Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en það getur þó liðið allt að tvær vikur þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.