Spurt og svarað
Hér má finna fyrirspurnir sem hafa borist og ljósmóðir hefur svarað. Hægt er að leita í fyrirspurnum eða sía eftir flokkum hér fyrir neðan.
Hvenær er gott að byrja að gefa börnum fjölvítamín?
Dóttir mín er 14 mánaða og ég hef verið að gefa henni D vítamín og lýsi hingað til.Takk fyrir fyrirspurnina,
Ef fæði er fjölbreytt er yfirleitt ráðlagt að taka inn d-vítamín eða lýsi. Lýsi inniheldur d-vítamín og omega 3 fitusýrur. Ekki er þörf að taka inn bæði lýsi og d-vítamín.
Fjölbreytt fæði inniheldur ávexti, grænmeti, korn, kjöt og fisk. Á þessum aldri þarf einnig að passa að borða járnríkan mat.
Sjá betur nýjan bækling frá Embætti Landlæknis um ráðleggingar um mataræði frá 2ja ára hér.
Ef hefur áhyggjur að barnið þitt sé ekki að fá nægileg vítamín ráðlegg ég þér að hafa samband við ungbarnavernd í heilsugæslunni þinni.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Er fólat og fólínsýra það sama á meðgöngu ? Ég sé að Venja vítamín er með methylfolate og talar um betri upptöku en almennt mælt með fólínsýru…
Fólat er B-vítamín sem líkaminn þarfnast til að framleiða heilbrigðar rauðar blóðfrumur, enn fremur er það mikilvægt fyrir fósturþroska og því er almennt mælt með að konur á barnseignaraldri og á meðgöngu taki inn fólat daglega í töfluformi. Ráðlagður dagskammtur er 400 míkrógrömm (mcg/µg).
Eðlilegt magn fólats í líkamanum á meðgöngu minnkar líkur á skaða í miðtaugakerfi fósturs. Mælt er með að taka það inn a.m.k. fram að 12 vikum meðgöngu. Sumum er ráðlagt að taka inn hærri skammt vegna áhættuþátta.
Fólat er að finna í grænmeti (t.d. spíntati og brokkolí), hnetum, baunum, sumum ávaxtategundum og í vítamínbættu morgunkorni. Sjá betur hér lista á heilsuveru undir Fólat.
Fólínsýra er myndað form fólats sem búið er til, líkaminn þarf að umbreyta því í virkt form fólats. Í ráðleggingum er ekki sagt til um að eitt formið sé betra en annað. Mikilvægt er þó líka að huga að fólatríku mataræði samhliða.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir
Má drekka Collab orkudrykk með barn á brjósti?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Framleiðendur Collab orkudrykkja merkja dósirnar með hann sé ekki æskilegur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti vegna mikils koffínmagns.
Í erlendum ráðleggingum er ekki ráðlagt að fara yfir 200-300mg koffíns á dag samhliða brjóstagjöf. Þá er ólíklegt að barn fái of mikið koffín í gegnum brjóstamjólk, skv. rannsóknum fær barn um 1,5% af því sem móðirin fékk sér. Magnið er hæst í brjóstamjólk um 1 klst eftir inntöku. Of mikið koffín getur haft áhrif á barn, t.d. vöku, pirring og fleira. Einnig innihalda orkudrykkir oft mikið B-vítamín sem er þá ekki ráðlagt að neyta samhliða öðrum fjölvítamínum.
Ef collab er neytt samhliða brjóstagjöf ætti að passa að gera það í hófi.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir
Eru allir ostar á Íslandi gerilsneyddir? Líka innfluttu?
Ráðlagt er að borða ekki ógerilsneydda osta/mjólkurvörur á meðgöngu vegna hættu á bakteríum sem geta leynst þar.
Ostar sem eru framleiddir á Íslandi eru allir gerilsneyddir vegna reglugerðar hér á landi en það má flytja inn ógerilsneydda osta. Því er best að skoða innihald erlendra osta áður en þeim er neytt. Gerilsneyðing er t.d. pasteurization á ensku.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Má borða salt kjöt og baunir á meðgöngu ?
Já það er í lagi að borða saltkjöt og baunir á meðgöngu en þarf að hafa í hugsa saltmagnið og áhrif á bjúgsöfnun. Gott er að borða vel af öðru meðlæti og drekka vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir
Dóttir mín er 7 mánaða og vill ekki borða mat. Er búin að vera reyna gefa henni síðan hún varð 5 mánaða. Henni finnst gott að fá ávexti og annað í fæðunet að smakka. En það fer ekkert ofan í hana. Er að gefa henni graut og mauk en hún skilar öllu. Harðlokar svo munninum og setur tunguna fyrir. Hún er einungis á brjósti og þrifnar vel. En finnst brjóstagjöfin vera farin að taka smá orku frá mér. Hvað get ég gert til að fá hana til að borða? Eða er þetta alveg eðlilegt?
Það er mjög mismunandi hvernig og hversu mikið börn borða á fyrstu vikum og mánuðum eftir að fæðugjöf byrjar. Eðlilegt er að barn borði ekki mikið fyrstu vikurnar. Gott er að velja orkuríkan og járnríkan mat.
Hjá sumum tekur það tíma. Ef hún pissar vel, þyngist vel og líður vel er líklega í lagi að halda áfram að reyna gefa henni áfram fjölbreytt fæði. Spurning hvort hún sé svöng þegar matartímar eru eða hvort hún sé nýlega búin að fá brjóst. Hún má bragða á öllum mat, elduðu kjöti, fisk, kjúkling og eggjum t.d. Mikilvægt er að sýna þolinmæði og gefast ekki upp. Með grautinn gæti verið gott að setja brjóstamjólk út í til að hún finni kunnuglegt bragð.
Matartíminn á líka að vera skemmtilegur, gott er að leyfa dóttur þinni að prufa að matast sjálf ef hún hefur getu til (t.d. mjúkt og soðið grænmeti, eða annað). Sumir skoða Baby lead weaning og þá er Solid Starts appið mjög þægilegt til viðmiðunar.
Ef þú hefur áhyggjur ráðlegg ég þér að hafa samband við ungbarnavernd á heilsugæslunni þinni.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.
Hvað þýðir að stada fóstur :6??
Líklega er þetta vísun í meðgöngunskránna eða nótu frá sónar. Þar er skráð í hvaða stöðu barnið liggur í móðurkviði. Í meðgönguskrá á heilsuveru kemur tala fyrir aftan stöðu fósturs. Nr.6 táknar að það sé ekki skráð í hvaða stöðu barnið er í. Við viku 36 meðgöngu er kannað í hvaða stöðu barnið er í.
Stöður fósturs geta verið höfuðstaða, sitjandi staða eða þverlega. Sjá má betur hér á mynd.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.
Er í lagi að taka inn pure natura liver bætiefnið á meðgöngu?
Ef borðað er fjölbreytt fæði er almennt er ekki þörf á að taka inn vítamín eða bætiefni á meðgöngu annað en D-vítamín, ómega-3 og fólat. Nema annað sé ráðlagt í meðgönguvernd af ljósmóður eða lækni.
Pura natura liver inniheldur mikið magn A-vítamíns sem er ekki ráðlagt á meðgöngu.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.

Senda inn fyrirspurn
Sendu okkur fyrirspurn og við svörum fljótlega*
*Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en það getur þó liðið allt að tvær vikur þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.