Heimsóknarbann á kvennadeildir Landspítala
10. mars 2020
Til þess að reyna að hindra útbreiðslu á COVID-19 hefur verið tekin ákvörðun um að banna allar heimsóknir á Kvennadeildir Landspítalans.
Konur í fæðingu geta því miður aðeins haft með sér einn stuðningsaðila/aðstandanda í fæðingu (án undantekningar).
Makar eða aðrir aðstandendur geta því miður ekki fylgt konum í bókaða tíma eða bráðakomur á deildir Kvennadeildar. Þetta á einnig við um meðgönguvernd og fósturgreiningu.
Þetta eru tilmæli frá farsóttarnefnd Landspítala til þess að hefta útbreiðslu á Kórónaveiru COVID-19.