AstaSkin með barn á brjósti

18. júní 2024

Er í lagi að taka inn AstaSkin með barn á brjósti ? AstaSkin inniheldur inniheldur klínískt rannsakað seramíð, kollagen, astaxanthin 6 mg auk A, E, C og D vítamína ….. https://saganatura.is/vara/astaskin/

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Takmarkaðar upplýsingar eru til um Seramíð og brjóstagjöf og því erfitt að segja með vissu áhrif þess á brjóstagjöfina og barnið. Ég get ekki fundið neitt sem mælir gegn því en ekki heldur staðfest að það sé í lagi. Önnur innihaldsefni AstaSkin eru talin vera í lagi að taka samhliða brjóstagjöf. Ég hvet þig þó að taka ekki inn fæðubót með barn á brjósti nema þörf sé á því. Þá er gott að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsfólk innan heilsugæslunnar áður en fæðubótaefni eru tekin inn.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Eianrsdóttir, ljósmóðir.