Bætiefni á meðgöngu
05. febrúar 2025
Er í lagi að taka inn pure natura liver bætiefnið á meðgöngu?
Ef borðað er fjölbreytt fæði er almennt er ekki þörf á að taka inn vítamín eða bætiefni á meðgöngu annað en D-vítamín, ómega-3 og fólat. Nema annað sé ráðlagt í meðgönguvernd af ljósmóður eða lækni.
Pura natura liver inniheldur mikið magn A-vítamíns sem er ekki ráðlagt á meðgöngu.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.