Collab á meðgöngu

14. mars 2024

Hvaða efni er í collab sem er ekki mælt með á meðgöngu?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Þar sem koffín ferðast yfir fylgju til fósturs er öruggast að sleppa koffínintöku á meðgöngu. Drekki einstaklingur koffín á meðgöngu er ráðlagt er að drekka ekki meira en það sem svarar einum til tveimur bollum af kaffi á dag, en það eru um 100-200 mg af koffíni.

Mismunandi er milli orkudrykkja hvaða innihaldsefni eru til staðar og því einhverjir drykkir taldir "skárri" en aðrir. Skortur er á langtímaáhrifum orkudrykkja á fóstur og því ráðlagt að halda sér frá orkudrykkjum.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.