Doloproct gyllinæðarlyf samhliða brjóstagjöf

28. mars 2024

Hæhæ, ég er með þó nokkuð mikla gyllinæð eftir meðgönguna og er núna með barn á brjósti sem er að verða tveggja vikna. Ég las að maður ætti að forðast að nota doloproct kremið þannig að það berist ekki í brjóstamjólkina en núna er ég orðin það slæm að mig bæði klæjar í þetta og það er vont að losa sig við hægðir.. Er í lagi að ég noti það? Hvaða áhrif hefur kremið á barnið ef það berst út í mjólkina?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Til hamingju með litla krílið þitt!

Það er í góðu lagi að nota doloproct kremið við gyllinæð eftir fæðingu. Lyfið er talið berast í litlu magni í brjóstamjólk og talið öruggt.

Einnig er mikilvægt að passa vel upp á að hafa ekki harðar hægðir og sitja ekki lengi á klósettinu. Drekktu vel af vatni og passaðu upp á fá trefjaríkafæðu (ávextir, grænmeti, hafrar og fleira).

Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.