Happy hydrate
02. febrúar 2024
Hæhæ Mig langaði svo til að athuga hvort það væri í lagi að drekka happy hydrate á meðgöngu?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Happy hydrate er drykkur sem inniheldur ýmisskonar steinefni og C og B-vítamín í miklu magni . Ég get ekki séð að drykkurinn innihaldi sérstaklega efni sem er ráðlagt frá á meðgöngu en inniheldur þó B-vítamín yfir ráðlögðu magni. Almennt er ráðlagt frá að neyta náttúru- og fæðubótarefna á meðgöngu.
Gangi þér vel. Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.