Happy Hydrate á meðgöngu

20. desember 2024

Er í lagi að drekka HappyHydrate á meðgöngu? Þó ég sé að taka vítamín pakka frá Venju?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Happy hydrate er drykkur sem inniheldur ýmisskonar steinefni og C og B-vítamín í miklu magni. Innihald drykkjarins er í lagi á meðgöngu. En sért þú nú þegar að taka inn þau vítamín sem eru til staðar í drykknum (líkt og í meðgönguvítamíni Venju) ætti ekki að vera þörf á að drekka Happy Hydrate samhliða.

Ef þig grunar að þú þurfir á steinefnunum að halda ráðlegg ég þér að ræða við ljósmóður í meðgönguvernd fyrir frekari úrræði.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.