Hormónalykkjan
Sælar Ég fékk hormónalykkjuna í júni 2017 eftir barnsburð í maí. Ég byrjaði að fara á blæðingar fyrir nokkrum mánuðum (venjulegar og reglulegar) og hef smá áhyggjur af því að verða ólétt aftur. Læknirinn talaði um að ég gæti verið með þessa lykkju í allt að 7 ár.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Það fer eftir tegundum hormónalykkja hvað þær virka í langan tíma. En þær virka vanalega í 3-7 ár eftir tegundum. Það ætti að vera skráð hvernig lykkju þú ert með. Einkennin sem þú lýsir gætu verið að benda til að virknin sé að minnka. Ég ráðlegg þér að hafa samband við lækni til að ræða hvort hún sé enn þá virk eða hvort þú eigir að hugsa um nýja getnaðarvörn. Á heimasíðu heilsuveru eru ágætis upplýsingar um þær getnaðarvarnir sem eru í boði ef þú hefur áhuga á að skoða nýjar getnaðarvarnir. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.