K vítamín - nýburinn
21. mars 2024
Goðan dag. Undir hvaða nafni er k vítamín sprautan inn á sérlyfjaskrá svo maður geti kynnt sér hana?
Góðan dag,
K-vítamínið sem er notað í dag heitir Konakion. Ekki eru upplýsingar um það á sérslyfjaskrá þar sem það er undanþágulyf. Hér er bæklingur almennt um K-vítamín eftir fæðingu. Ef þú hefur frekari spurningar varðandi K-vítamín, ráðlegg ég þér að ræða við ljósmóður þína í meðgönguvernd í næsta tíma. Gangi þér vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.