Kryddjurtir

11. mars 2024

Eru kryddjurtir öruggar á meðgöngu eins og til dæmis timian, steinselja, rósmarín og basil?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Almennt er öruggt að neyta allra helstu kryddjurta á meðgögngu svo lengi sem það er í hæfilegu magni líkt og notað er í mateiðslu. Ef af einhverjum ástæðum einstaklingur er að íhuga að taka inn ákveðna kryddjurt í miklu magni er ráðlagt að ráfæra sig við ljósmóður/lækni áður.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.