Lifur, lifrapylsa og lifrakæfa með barn á brjósti

18. maí 2024

Heil og sæl, er að mælast lág í járni, með barn á brjósti (4 vikna) og get ekki tekið járntöflur vegna meltingarsjúkdóms. Er óhætt að borða lifur og vörur sem innihalda lifur (og því háar í A vítamíni) með barn á brjósti?

Góðan dag, takk fyrir fyrirspurnina og til hamingju með krílið!

Þegar konur eru með barn á brjósti þá má styðjast við almennar ráðleggingar varðandi mataræði. Það er allt í góðu að borða lifur og álíka vörur en allt er gott í hófi. Hér er gagnlegur listi frá blóðbankanum varðandi járnrík matvæli. C-vítamín hjálpar líkamanum við járnupptöku meðan mjólkurvörur t.d. geta hindrað það. Endilega borða C-vítamín ríka ávexti/grænmeti samhliða járnríkum matartegundum. Gangi ykkur vel.

Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.