Meltingarensím á meðgöngu

30. mars 2024

Sæl, er í lagi að taka meltingarensím á meðgöngu? T.d. Digestive Enzymes frá Swanson eða Terranova. Fyrirfram þakkir!

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Almennt er ekki mælt með inntöku náttúru og fæðubótarefna á meðgöngu þar sem ekki er hægt að segja hvort það hafi áhrif á meðgönguna eða vaxandi krílið. Meltingarensímið frá Terranova mæla sjálfir ekki með á meðgöngu, líklegast vegna þess að engar rannsóknir séu til um það. Ég ráðlegg þér að ræða við ljósmóður þína í meðgönguvernd fyrir frekari upplýsingar og meðmæli.

Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.