Miklar og vatnskenndar hægðir hjá 3 vikna
Góðan dag, Strákurinn minn er að verða 3 vikna og sl viku hefur hann átt erfitt með hægðir. Hann kúkar meira en nóg (5-10) kúkableyjur á sólarhring. En þegar hann þarf að kúka þá vækir hann ig engist þangað til þetta kemur út. Þá er kúkurinn ekki kúkur sem slíkur heldur eims og karrýlitað vatn. Er þetta eðlilegt eða er hann með óþol fyrir einhverju sem ég er að borða?
Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina,
Það getur verið eðlilegt að skila hægðum oft á dag hjá ungabörnum ef þeim líður vel og eru að þyngjast innan viðmiðunarmarka. En þar sem þú lýsir vanlíðan drengsins þegar hann skilar hægðum og hefur áhyggjur af formi hægðanna væri gott fyrir þig að ræða við ungbarnavernd innan heilsugæslunnar og fá þar frekari ráðleggingar.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.