Nikótínlausar vörur

12. júlí 2024

Daginn! Mig langaði að forvitnast aðeins. Ég tók lengi í vörina, nikótín púða, en eftir að ég komst að því að ég var ófrísk fór ég að nota nikótín lausa púða - sem innihalda propylene glycol, cellulose og peppermint ext. Eru slíkir púðar öruggir á meðgöngu?

Góðan dag og takk fyrir fyrispurnina,

Það er ekki mælt með inntöku nikotílausra púða á meðgöngu þar sem ýmis skaðlega efni geta falist í púðunum, líkt og gervisæta, rotvarnarefni og fleira. Til dæmis er propylene glycol ekki ráðlagt á meðgöngu sé það í púðum eða vape-i. Að sjálfsögðu eru þessir púðar ákjósanlegri en púðar með nikótíni.

Ég hvet þig til að ræða þetta við ljósmóður í meðgönguvernd sem getur stutt þig í þessu verkefni hafir þú áhuga. Gangi þér sem allra best.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.