ÓVISSA hvort um er að ræða meðgöngu

19. nóvember 2022

Hæhæ, nú er ég 15 dögum sein á blæðingar og hef einungis fengið neikvæð test, en þó eitt mjög mjög ljóst jákvætt þungunarpróf en þó ekki jákvæð eftir það, kom jákvætt 5. nov 2022. Ég get ekki talið að ég sé með reglulegan tíðahring þar sem ég hætti á sprautunni (getnaðarvörn) í byrjun okt, 2022. þá fór ég á blæðingar 6 okt og hef ekki farið síðan. Ég hef verið með mörg einkenni eins og t.d., krampa, svima, hnerra oft upp úr þurru, pissa meira, eymsli í brjóstum, mjög mikil þreyta og lítið motivation og neikvæð þungunarpróf. Hvað er til ráða?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þú fékkst daufa jákvæða línu á óléttupróf eru mestar líkur á um þungun hafi verið að ræða. Einkennin sem þú ert með styðja einnig við þá niðurstöðu. Ef neikvætt óléttupróf fylgir því jákæða getur það verið vegna þess að þau eru misnæm (mögulega ef mismunandi tegund prófs) en einnig er möguleiki að um þungun hafi verið en það sé ekki lengur. Ég ráðlegg þér að endurtaka próf eftir viku ef blæðingar eru ekki hafnar. Ef óléttuprófið er neikvætt þá getur þú haft samband við kvensjúkdómalækni til að gera frekari skoðun. Í einhverjum tilvikum þarf legið aðstoð við úthreinsun ef um snemmbúið fósturlát sé að ræða. Gangi þér sem allra best í framhaldinu.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.