Silungshrogn á meðgöngu

30. janúar 2024

Góðan dag. Ég borðaði silungshrogn á veitingarstað fyrir helgi og svo las ég að maður getur fengið listeríu af því sem er banvænt fyrir barnið. Núna er ég hrædd um að hafa fengið listeríu en er ekki með nein einkenni en sá að maður fær ekki endilega einkenni. Er komin 32 vikur. Hvað er best að gera? Eru þetta óþarfa áhyggjur eða ætti ég að fara í skoðun til að kanna hvort ég hafi smitast?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Líkt og þú nefnir er ekki ráðlagt að neita hrogn á meðgöngu vegna möguleikans að bakteían Listeria monocytogenes gæti leynst þar. Líkurnar á að smitast af Listeriu eru þó litlar og myndi ég aðeins ráðleggja þér að leita til ljósmóður/læknis fáir þú einkenni matareitrunar. Fá dæmi eru um að Listeria finnist í hrognum og tengist það þá líklega mengun við vinnslu þess.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljómsóðir.