Skimun fyrir kynsjúkdómum á meðgöngu
Góðan daginn, Ég er ólétt og hef aldrei farið í tjékk fyrir kynsjúkdómum. Er tjékkað á kynsjúkdómum á meðgöngunni? Ég hef td skilað þvagprufu og farið í blóðprufu en veit ekkert hvort það hafi verið athugað slíkt þar. Er allt í einu með áhyggjur þar sem ég hef aldrei farið í tjékk og kynsjúkdómar eins og td klamidía eru einkennalausir og ég gæti hafa verið með það lengi án þess að vita það. Hef lesið að ef móðir er með klamidíu og fæðir í gegnum leggöng þá getur hún smitað barnið.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Almennt er þeim sem eru 25 ára og yngri boðið skimun fyrir Chlamydiu á meðgöngu. Skimunin stendur þó öllum til boða sem óska eftir. Ég hvet þig til að óska eftir skimun hjá þinni ljósmóður í meðgönguvernd teljir þú mögueika á sýkingu. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.