Staða fósturs

15. febrúar 2025

Hvað þýðir að stada fóstur :6??

Líklega er þetta vísun í meðgöngunskránna eða nótu frá sónar. Þar er skráð í hvaða stöðu barnið liggur í móðurkviði. Í meðgönguskrá á heilsuveru kemur tala fyrir aftan stöðu fósturs. Nr.6 táknar að það sé ekki skráð í hvaða stöðu barnið er í. Við viku 36 meðgöngu er kannað í hvaða stöðu barnið er í.

Stöður fósturs geta verið höfuðstaða, sitjandi staða eða þverlega. Sjá má betur hér á mynd.

Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.