Strípur/litun á meðgöngu
30. janúar 2025
Er í lagi að fara í strípur á meðgöngu? Ég er komin 33 vikur.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
Ekki eru til margar rannsóknir um efnið, einhverjar rannsóknir sýna að það sé öruggt að lita á sér hárið á meðgöngu. Efnin sem eru notuð í strípur/litun geta verið skaðleg í miklu magni en eru yfirleitt notuð í litlu magni við hárlitun. Þá er almennt ráðlagt að bíða fyrsta þriðjung meðgöngunnar með að fara í litun/strípur því þá er viðkvæmt stig fósturþroska í gangi og utanaðkomandi þættir gætu haft áhrif.
Margar konur lita hárið sitt á meðgöngu og stundum er hægt að nota efni sem er með minna magn af aukaefnum.
Gangi þér vel. Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.