Tanntaka
Hæhæ, ég er með einn 6,5mánaða sem drekkur mjög lítið (200-450ml) á sólarhring, hefur verið á formúlu síðan hann var 1mánaða. Hann borðar mjög vel, slefar meira en hefur gert siðustu mánuði, rauður og með smá hita í kinnunum (en samt hitalaus) en vill hins vegar lítið sem ekkert drekka - tekur samt dudduna sína mjög vel. Getur þetta verið tanntaka?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Það gæti vel verið að hann sé að fá tennur. Sum finna meira fyrir því en önnur og einkenni geta verið mismunandi. Einkenni eru t.d. bólgin gómur, rauðar kinnar, hiti (en aldrei hærri en 38gr), meira að slefa og naga. Mikilvægt er að huga að því að hann drekki vel, sumum finnst gott að fá örlítið kaldari mat, t.d. agúrku, kalt avakadómauk og fleira. Ef þú hefur frekari áhyggjur ráðlegg ég þér að heyra í ungbarnavernd í heilsugæslunni þinni. Gangi ykkur vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.