Ungbarn er ekki með hita en frekar þvalt

14. febrúar 2024

Hæhæ Langar að forvitnast aðeins. Drengurinn minn er að verða 5 mánaða en hefur aldrei fengið hita sem betur fer en hann hefur annað slagið verið verulega þvaður (kaldur sviti). Er það eðlilegt eða eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af?

Takk fyrir fyrirspurnina,

Erfitt er að segja til um ástæðu þess að drengurinn þinn verði þvalur en líkamshiti barna sveiflast og þau geta svitnað. En algengasta ástæðan að börn svitni eru að þau séu vel klædd eða undir sæng/ í værðarpoka. Þá gæti verið ráðlagt að hafa kaldara inn í herberginu þegar hann sefur eða klæða hann minna til að sjá hvort það hjálpi. Ef barninu líður vel og svitinn er ekki mikill þá er þetta líklegast bara eðlileg sveifla í líkamshita hjá barninu. Ef þú hefur frekari áhyggjur ráðlegg ég þér að heyra í ungbarnavernd í heilsugæslunni.

Gangi ykkur vel. Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir.