Úthreinsun byrjar aftur
Er eðlilegt að úthreinsun byrji aftur eftir að ekkert hafi komið í viku? Ég fór í keisara nr 2 um miðjan maí og úthreinsunin eftir hann var strax frekar lítil og var nánast búin eftir 2 vikur. Á viku 3 byrjar að koma aftur úthreinsun og alltaf ferskt blóð. Þetta er ekki mikið en það er alltaf eitthvað í bindinu. Ég var mun fljótari að jafna mig eftir þennan keisara og er þvi búin að vera mun meira á hreyfingu og gera meira en eftir fyrri keisara og síðast þá var úthreibsunin í alveg 5 vikur áður en það fór að minka
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Mismunandi er milli einstaklinga hvernig blæðing eftir fæðingu er. Hvort barn fæðist um leggöng eða með keisaraskurði getur haft þar áhrif. Á annarri viku breytist blæðingin og úthreinsunin verður dökk. Síðan lýsist og dregur smám saman úr henni þar til hún hættir á þremur til sex vikum. Stundum kemur fersk blæðing á ný eftir að úthreinsun virðist vera hætt. Ef sú blæðing er meiri en venjuleg tíðablæðing er nauðsynlegt að leita læknis. Gangi þér sem allra best.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.