Verkur í lífbeini

01. janúar 2025

Hæhæ er eðlilegt að vera með verk í lifneininu? Kemur oft random og mest þegar ég er liggjandi þa er erfitt að hreyfa sig og færa sig a aðra hlið er komin 27v

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Grindarverkir á meðgöngu eru algengir og mismunanandi eftir einstaklingum hvers eðlis þeir eru. Algeng orsök grindarverkja eru slakari liðbönd af völdum hormónsins relaxíns. Einnig hefur breytt líkamstaða og þyngdaraukning mikil áhrif á stoðkerfið. Sumir finna fyrir verkjum í líkama snemma á meðgöngunni, aðrir seinna og einhverjir sleppa alveg við þá. Verkurinn getur komið og farið og ýmislegt hægt að gera til að styðja við góða líkamlega heilsu á meðgöngunni.
Hér getur þú lesið þig til um verki á meðgöngu og hvað hægt er að gera til fyrirbyggingar. Ég hvet þig einnig til að ræða þessi mál við þína ljósmóður í meðgönguvernd sem getur bent þér á frekari úrræði. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.