Góðan daginn. Ég er með eina 5 vikna á brjósti sem hefur verið með töluverða vindverki og mikinn vindgang. Henni hefur gengið illa að ropa frá fæðingu sem mögulega útskýrir. Mín spurning er hvort það sé mögulega eitthvað í matarræðinu hjá mér sem veldur þessari uppþembu?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Erfitt er að segja til um ástæðu vindverkja og uppþembu hjá krílinu þínu. Í sumum tilfellum gæti það verið vegna þess að barnið tekur inn mikið loft þegar það er á brjósti vegna mikils flæðis, hægðatregða, eða í sumum tilfellum mataræði móður. Meltingarkerfi ungbarna þarf oft tíma til að þroskast.
Einföld ráð væru að reyna að hjálpa henni að ropa eftir gjafir, hafa hana upprétta um stund, nudda magann og fleira sem stuðlar að hún nái að losa loft og hægðir. Mögulega gæti mataræði þitt en þá er gott að reyna tengja saman, t.d. hvort það sé vegna gosdrykkja eða mjólkur.
Ef þetta heldur áfram ráðlegg ég þér að hafa samband við ungbarnavernd í heilsugæslu.
Gangi ykkur vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.
Hvenær er gott að byrja að gefa börnum fjölvítamín?
Dóttir mín er 14 mánaða og ég hef verið að gefa henni D vítamín og lýsi hingað til.Takk fyrir fyrirspurnina,
Ef fæði er fjölbreytt er yfirleitt ráðlagt að taka inn d-vítamín eða lýsi. Lýsi inniheldur d-vítamín og omega 3 fitusýrur. Ekki er þörf að taka inn bæði lýsi og d-vítamín.
Fjölbreytt fæði inniheldur ávexti, grænmeti, korn, kjöt og fisk. Á þessum aldri þarf einnig að passa að borða járnríkan mat.
Sjá betur nýjan bækling frá Embætti Landlæknis um ráðleggingar um mataræði frá 2ja ára hér.
Ef hefur áhyggjur að barnið þitt sé ekki að fá nægileg vítamín ráðlegg ég þér að hafa samband við ungbarnavernd í heilsugæslunni þinni.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Hæhæ, ég þarf að fara í fóstureyðingu, og ég vildi spurja hvort maður þarf vottorð eða eitthvað fyrir það frá ykkur :)
Það er ekki þörf á vottorði fyrir þungunarrof. Á síðu Landspítalans eru leiðbeiningar þegar það er verið að íhuga að enda þungun. Sjá má hér undir flipanum þungunarrof. Gangi þér vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.
