Ég er gengin 32+3 daga og er lasin með mikinn hósta og beinverki, hvað má ég taka inn til að hjálpa með hóstan og beinverkina?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Þegar veikindi eru til staðar á meðgöngu er í góðu lagi að taka Paracetamol (fylgja ráðlögðum skammtastærðum á pakkningu). Ef það hjálpar ekki til ráðlegg ég þér að leita á heilsugæsluna fyrir frekari aðstoð. Gangi þér vel og góðan bata.
Bkv. Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Ef brjóst hafa verið þrútin og aum í einn og hálfan mánuði eftir kynlíf og tíðar hringur er hafinn í millitíðinni, þungunarpróf hafa komið neikvætt út - er möguleiki á þungun eða er miðaldra kona kannski að hefja breytingaskeið ?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Þungunarpróf eru misnæm fyrir þungunarhormóninu hCG. Flest próf ættu að geta greint þungun eftir að blæðingar næsta tíðarhrings hefðu átt að hefjast. Erfitt er að segja til um samkvæmt þessum upplýsingum hvort eymslin í brjóstum gætu tengst breytingarskeiði, en þar sem þú hefur farið á bæðingar eftir að einkenni hófust og fengið neikvætt próf er ólíklegt að um þungun sé að ræða.
Endilega hafðu samband við hjúkrunarfræðing/heimilislækni á heilsugæslunni þinni til þess að fá frekari ráðleggingar.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Er í lagi að fara í kalda pottinn í sundi?
Ég fer oftast í 30 sekúndur, en er ekki viss hvort það er í lagi á meðgöngu.Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Það að fara í kaldan pott á meðgöngu er talið öruggt fyrir heilbrigðan einstakling sem vanur er köldum pottum. Þá er ráðlagt að vera aðeins stutta stund í senn, eftir því hvað einstaklingur er vanur. Þó er mikilvægt að vera skynsamur og hlusta vel á líkama og líðan í hvert sinn.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljómsóðir.

Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.
