Tíðahringurinn

Hægt er að skipta tíðahringnum í þrjá fasa: Eggbúsfasinn: Dagar 1-14, Egglos fasi: Dagur 14 og Luteal fasi: Dagar 14-28.

Til þess að skilja tíðahringinn þá er nauðsynlegt að þekkja æxlunarfærin í líkama kvenna/leghafa.

Það eru:

  • 2 eggjastokkar – þar sem eggin eru geymd, mynduð og losuð.
  • 2 eggjaleiðarar – þunnar slöngur sem tengja eggjastokkana við legið.
  • Legið – þar sem frjóvgað egg festir sig við og barn verður til og stækkar.
  • Legháls – inngangur inn í legið frá leggöngum
  • Leggöng

Hér er útskýringarmynd.

Hormón

Hormón í líkamanum stjórna tíðahringnum. Heiladingullin og eggjaleiðarar/eggjastokkar framleiða og seyta hormónum á sérstökum tímum innan tíðahringsins sem valda því að æxlunarfærin svara á ákveðin hátt.

Við aukningu á estrógeni í tíðahring losa eggjastokkarnir egg, það tímabil kallast egglos. Slímhúð legsins byrjar þá einnig að þykkna og gera líkamann tilbúin fyrir frjóvgun eggsins.

Í seinni helming hringsins, er það hormónið prógesteron sem aðstoðar legið að vera tilbúið fyrir festu fósturvísis. Í von um að eggið hafi mætt sæðisfrumu á leið sinni í legið.

Eggið ferðast niður eggjaleiðarann að leginu.

Styrkur estrógens og prógesteróns minnkar og líkaminn losar sig við slímhúðina sem hefur myndast með svokölluðum tíðablæðingum.

Tíðablóðið er að hluta blóð og einnig vefur frá leginu sem kemur frá leginu í gegnum leghálsinn út úr leggöngum.

Lengd tíðahrings

Tíðahringur er skilgreindur frá fyrsta degi tíðablæðinga þar til næstu blæðingar hefjast. Meðallengd tíðahrings er 28 dagar en algengt er að hann sé frá 21-35 dagar.

Frá síðustu blæðingum og að tíma egglos er um það bil 10-16 dagar.

Eðlilegar blæðingar

Mismunandi milli einstaklinga hversu lengi blæðingar vara og hversu mikið blóð kemur.

En talið er eðlilegt að:

  • blæðingar vari í 3-8 daga
  • að þær komi á ca 21-35 daga fresti
  • að heildarblóðmissir sé um 2-3 matskeiðar af blóði. Getur virðst vera meira vegna annarra vökva sem koma með.

Hægt er að skipta tíðahringnum í þrjá fasa:

Dagarnir eru settir fram sem meðaltal, mismunandi er á milli einstaklinga hversu lengi hver fasi er.

  1. Eggbúsfasinn: Dagar 1-14

Hormón: FSH

Eggbúsfasinn byrjar á fyrsta degi blæðinga og endir þessa fasa markast af egglosi.

Eggjastokkarnir eru á sama tíma og blæðingar standa yfir að undirbúa sig fyrir egglos. Heiladingullinn losar hormónið FSH (eggbúsörvandi hormón). Sem veldur því að eggbú rísa að yfirborði eggjastokksins. Þetta eru vökvafylltar blöðrur sem innihalda egg. Að lokum verður eitt eggbú ríkjandi og innan þess myndast þroskað egg. Ef fleiri en eitt eggbú þroskast getur það leitt til fjölburameðgöngu.

Þegar blæðingum er lokið byrjar legslímhúðinn (endometrium) að undirbúa sig fyrir möguleikann á þungun. Slímhúðin verður þykkari og blóðríkari.

Egglos fasi: Dagur 14

Hormón: LH og FSH

Í kringum dag 14 er egg losað frá einum eggjastokknum og byrjar ferð sína niður eggjaleiðara að leginu í von um að sæðisfruma mæti sér á leiðinni. Ef úr því verður ferðast frjóvgaða eggið í legið og reynir að festa sig við legvegginn.

Luteal fasi: Dagar 14-28

Hormón: Prógesterón

Ef egg var ekki frjóvgað eða eggfesta verður ekki, þá breytist styrkur hormóna (prógesterin lækkar) á þann veg að legið byrjar að undirbúa sig fyrir að losa sig við þykku slímhúðina.

Við eggfestu/þungun: myndast önnur hormón (prógesteron hækkar og síðan hCG) og þá veit legið að það eigi ekki að losa sig við slímhúðina.

Hvernig er hægt að fylgjast með tíðahringnum? Eða hvar einstaklingur er staðsettur í honum?

  • Eðlileg legútferð breytist á meðan tíðahring stendur. Á tíma egglos getur útferðin orðið þynnri, teygjanlegri og líkst eggjahvítu.
  • Skrá niður hvenær blæðingar eru. Hægt er að nota venjulegt dagatal eða ýmis smáforrit.
  • Nota egglospróf á þeim dögum í tíðahring sem líklegast er að egglos sé.

Hér er hægt að lesa nánar um tíðahringinn.