Andleg líðan
Fyrst eftir fæðingu eru margar konur mjög hátt uppi vegna áhrifa frá hormónunum Endorfíni og Adrenalíni. Á sama tíma eru margar einnig úrvinda sérstaklega ef fæðingin hefur verið erfið og/eða langdregin.
Sumum getur reynst erfitt sofna vegna adrenalínsins sem er í líkamanum, en einnig getur athyglin á barninu verður svo mikil að erfitt getur reynst að festa svefn. Minnsta hljóð frá nýburanum getur truflað og er oft erfitt að ná sér niður. Á meðan á þessu stendur er mikilvægt að hvíla sig vel þrátt fyrir að ná ekki að festa almennilega svefn.
Gott er að hafa barnið mikið húð við húð því að það veitir ró og slökun. Á þriðja til fjórða degi eftir fæðingu hefur Adrenalínið skolast að mestu leyti út úr kerfinu og Endorfínið fer lækkandi líka. Á þessum tímapunkti er ekki óalgengt að svokallaður sængurkvennagrátur geri vart við sig. Svefnleysi getur ýtt undir vanlíðan og er því mikilvægt að reyna að ná hvíld eins og hægt er.