Getnaðarvarnir

Eftir fæðingu barns getur verið ráðlagt að huga að getnaðarvörnum. Getnaðarvarnir skiptast almennt í þrjá flokka: getnaðarvarnir án hormóna, getnaðarvarnalyf með hormónum og ófrjósemisaðgerðir.

Möguleiki á nýrri þungun getur komið fljótt eftir fæðingu barns jafnvel þó að blæðingar hafi ekki byrjað. Egglos verður um það bil 2 vikum áður en blæðingar hefjast.

Ráðlagt er að nota smokk fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu á meðan sár í legi grær og úthreinsun er í gangi til að draga úr sýkingarhættu.

Getnaðarvarnir án hormóna:

  • Smokkurinn
  • Koparlykkjan
  • Hettan (fæst ekki)
  • Brjóstagjöf (undir ákveðnum skilyrðum)

Getnaðarvarnir með hormónalyfjum

  • Með einu hormóni - prógesteron
  • - Hormónalykkjan
  • - Hormónastafurinn
  • - Hormónasprautan
  • - Minipillan (brjóstapillan)
  • Samsett hormón - prógesteron og estrógen
  • - Getnaðarvarnapillan
  • - Hormónahringurinn
  • - Hormónaplástur

Ófrjósemisaðgerðir

  • Hér má lesa nánar um ófrjósemisaðgerðir