Bakflæði - brjóstsviði

Brjóstsviði á meðgöngu er algeng kvilli sem getur valdið brunatilfinningu í hálsi og bringu, ásamt súru bragði í munni og erfiðleikum við kyngingu. Orsakirnar geta verið aukinn þrýstingur á magann eða ákveðnar fæðutegundir. Ráðleggingar til að draga úr brjóstsviða eru að borða lítið og reglulega, forðast koffein og nikótín, og hækka undir höfðalag. Ef einkenni verða þrálát er gott að nota sýrubindandi lyf eða leita til ljósmóður eða læknis.

Helstu einkenni

  • Brunaverkur í hálsi og bringu.
  • Súrt bragð í munni.
  • Erfitt að kyngja.

Hverjar geta orsakirnar verið?

  • Á meðgöngu getur myndast slappleiki í hringvöðva á efra magaopi. Við aukinn þrýsting frá leginu á magann geta magasýrur og meltingarvökvar runnið upp í vélindað.
  • Ákveðnar fæðutegundir s.s mikið kryddaður og súr matur.
  • Drykkir sem innihalda koffein.
  • Nikótín.
  • Spenna og streita.

Bjargráð

  • Borða oft en lítið í einu og forðast að borða rétt fyrir svefninn.
  • Forðast drykki sem innihalda koffein.
  • Hætta að reykja.
  • Hækka undir höfðagafli um 10-20 sentimetra.
  • Draga úr spennu og streitu.

Ef þessi ráð duga ekki

  • Drekka vatn/sódavatn til að skola vélindað.
  • Nota sýrubindandi lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðils (Rennie, Gaviscon).

Ef þessi ráð duga ekki getur þú ráðfært þig við ljósmóður og/eða lækni.
Gangi ykkur vel.

Heimildir

Bennett,V.R. og Brown, L.K . (1996). Myles textbook for midwifes. Churchill Livingstone.

Silverton., L. (1993). The Art and Science of Midwifery. New York: Prentic Hall.

Mander, R. (1998). Pain in childbearing and its control. Blackwell Science.