Fósturrannsóknir
Foreldrar eru hvattir til að kynna sér fósturskimun og fósturgreiningu áður en þeir hitta ljósmóður. Upplýsingar um fósturskimun, fósturgreiningu og starfsemi fósturgreinardeildar Landspítala eru aðgengilegar á vef Landspítala og Heilsugæslunnar. Einnig er bæklingur um fósturrannsóknir að finna á vef Heilsugæslunnar.
Fósturskimun og fósturgreining
Gott er að foreldrar séu búnir að afla sér upplýsinga um fósturskimun áður en þau hitta ljósmóður.
- Á vef fósturgreinardeildar Landspítala má finna upplýsingar um fósturskimun og fósturgreingu á meðgöngu svo og upplýsingar um starfsemi deildarinnar
- Á vef Heilsugæslunnar eru upplýsingar um fósturrannsóknir
- Bæklingur um fósturrannsóknir á vef Heilsugæslunnar