Einkenni fyrirburafæðingar
Meðal meðgöngulengd tvíbura á Íslandi eru 36 vikur. Algengara er að tvíburar með þunn eða engin belgjaskil fæðist fyrir tímann. Almennt er stefnt að fæðingu í kringum 37-38 vikur ef meðgangan gengur vel.
Gott er að þekkja einkenni þess að fæðing fyrir tíman geti verið yfirvofandi:
- Konan getur fundið fyrir samdráttum sem koma á 5-10 mínútna fresti og standa yfir í eina til tvær klukkustundir eða lengur. Ef þú finnur fyrir samdráttum er gott að prófa að leggjast niður og slaka á og sjá hvort þeir minnka eða hætta.
- Túrverkir og/eða bakverkir sem geta leitt út í mjaðmir og fram í kvið.
- Þrýstingur niður í grind/leggöng, tilfinning oft eins og hægðaþörf.
- Mikið aukin útferð frá leggögnum.
- Legvatn lekur.
- Blæðing frá leggöngum eða blóðlitað slím
- Vindverkir eða niðurgangur.
Ef þú finnur fyrir þessum einkennum eða hefur á tilfinningunni að eitthvað sé að eða fæðing að hefjast er mikilvægt að hafa samband við ljósmóður eða fæðingarstað og fá ráðleggingar og/eða koma í skoðun.
HÉR má svo lesa um tvíburafæðinguna.