Fæðingarstellingar

Á útvíkkunartímabili fæðingar er mikilvægt að vera hreyfanleg til að hjálpa til við að útvíkka leghálsinn og færa barnið neðar í grindina, sem getur stytt tímabilið. Konur ættu að skipta um stellingar til að finna hvað er þægilegast, eins og að vera á fjórum fótum, hækjum sér, labba um eða sitja öfugt á stól. Á rembingsstiginu eru stellingar eins og hálfsitjandi, á fjórum fótum eða á hækjum sér einnig gagnlegar. Að breyta um stellingar getur flýtt fyrir fæðingunni og dregið úr þreytu.

Á útvíkkunartímabilinu getur upprétt staða hjálpað til við útvíkkun leghálsins og að koma barni neðar í grindina og getur þannig stytt útvíkkunartímabilið. Gott er fyrir konur að vera sem mest hreyfanlegar í fæðingunni, en það getur hjálpað til við að finna bestu stellinguna hverju sinni. Mörgum finnst gott að skipta um stellingar þar sem það getur verið þreytandi að vera alltaf í sömu stellingunni.

Dæmi um stellingar í fæðingu sem geta reynst þægilegar:

  • á fjórum fótum: getur létt á bakverkjum og hjálpar til við snúning barnsins.
  • að labba um.
  • standa og vagga sér í mjöðmunum: hjálpar til við snúning barnsins.
  • vera á hækjum sér.
  • sitja öfugt á stól og halla sér að bakinu eða að stuðningsaðilanum.
  • liggjandi á hlið: gott að hafa kodda milli fóta og undir kúlunni.
  • hálfsitjandi.

Á rembingsstiginu ætti fæðandi einstaklingur líka að vera í þeirri stellingu sem reynist þægilegust:

  • hálfsitjandi í rúminu með hátt undir bakinu og hægt að hallað sér aftur.
  • liggjandi á hlið og getur þá stuðningsaðilinn hjálpað til við að lyfta fætinum í hríðunum til að gefa barninu sem mest pláss. Þessi stelling virkar oft vel hjá konum sem eru slæmar í grindinni.
  • á fjórum fótum og halla sér upp að grjónapúða eða stuðningsaðilanum: góð stelling ef konan er slæm í grind eða baki því hún hvílir bakið. Þessi stelling hjálpar líka til við snúning barnsins.
  • á hækjum sér: getur aukið grindarútgangsmálin um 2 cm. Einstaklingur þarf líklega hjálp til að halda sér uppi og t.d. getur stuðningsaðilinn setið á stól fyrir aftan og þá hægt að hanga á lærunum á honum.
  • á fæðingarstól: gerir einstaklingi kleift að vera í uppréttri stöðu og líkir eftir stöðunni að vera á hækjum sér. Ekki ætti að nota hann mjög lengi í einu vegna aukins bjúgs og æðahnúta í spönginni.
  • standandi: nýtir þyngdaraflið og auðveldar hreyfingu mjaðma.

Að breyta um stellingar getur flýtt fyrir fæðingunni og hjálpað fæðindi einstaklingi sem verður oft þreyttur á að vera lengi í sömu stellingu.