Heimafæðingar
Heimafæðingar á Íslandi eru öruggur valkostur fyrir konur í lág-áhættu meðgöngu. Ljósmæður veita þessa þjónustu að kostnaðarlausu, þar sem konur fá að fæða í heimilislegu og traustu umhverfi. Með góðum verkjastillingum eins og vatnsbaði, nuddum, og glaðlofti, geta heimafæðingar verið þægilegar og afslappaðar. Ef þörf er á, er flutningur á sjúkrahús mögulegur. Fjölskyldur geta leitað til ljósmæðra sem eru sérhæfðar í heimafæðingum á vef Ljósmæðrafélagsins.
Á Íslandi sinna ljósmæður fjölskyldum í heimafæðingum. Hér er listi yfir ljósmæður sem sinna heimafæðingum á vef Ljósmæðrafélagsins. Þjónusta ljósmæðra í heimafæðingum er foreldrum að kostnaðarlausu.
Samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis um val á fæðingarstað sjá má hér, er heimafæðing í flokki D2.
Ábendingar um að kona fæði heima hjá sér er að:
- Það sé upplýst val konu og fyrirfram ákveðin ákvörðun
- Að meðgangan hafi gengið vel og verið eðlileg, að fæðingin sé við 37-42 vikur við sjálfkrafa sótt
- Að það séu ekki nein fyrirsjáanleg vandamál í fæðingu
Hvers vegna heimafæðing?
- Rannsóknir sýna að heimafæðingar séu öruggar fyrir konur í lág-áhættu meðgöngu.
- Þekkt og traust umhverfi stuðlar að hormónaflæði móður sé ótruflað. Þar er móðir umvafin einstaklingum sem hún velur og treystir.
- Konum stendur til boða að vera í meðgönguvernd frá 34.viku meðgöngu hjá ljósmóðurinni sem verður í heimafæðingunni og þekkja til ljósmóðurinnar fyrir fæðinguna.
Verkjastilling í heimafæðingu
- Vatn: verkjameðferð og slökunaraðferð í fæðingu. Getur verið sturta, bað, uppblásin fæðingarlaug. Fer eftir heimili og það sem ljósmóðir getur boðið upp á.
- Nudd
- Ilmkjarnaolíur
- Glaðloft: sumar ljósmæður bjóða upp á glaðloft
- Nálastungur
- Ofl
Ábendingar til flutnings á sjúkrahús
Það geta komið upp aðstæður í heimafæðingu þar sem ábendingar koma upp fyrir flutning á stofnun með aukið þjónustustig.
Dæmi um þær aðstæður eru langdreginn fæðing, þörf fyrir aukinni verkjameðferð, fósturstreita (hjartsláttarfrábrigði barns), grænt legvatn og fleira. Oft gera þessar ábendingar boð á undan sér og er nægur tími til flutnings á sjúkrahús.